Olíudreifing ehf
Um Olíudreifingu
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti fyrir eigendur sína N1 hf og Olíuverslun Íslands h/f og hefur Olíudreifing yfirtekið starfsemi móðurfélaganna á þessum sviðum. Dreifingin var fyrst yfirtekin í Reykjavík, Hafnarfirði og Hvalfirði á fyrsta starfsdegi félagsins 1 janúar 1996. Síðan var þessi starfsemi tekin yfir á hverjum staðnum á fætur öðrum á landsbyggðinni. Þann 1. nóvember 1999 tók félagið við starfsemi móðurfélaganna á Ísafirði og þar með allri dreifingu fljótandi eldsneytis fyrir þau utan Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvallar. Félagið afgreiðir eldsneyti til viðskiptavina móðurfélaganna samkvæmt óskum félaganna eða samkvæmt beiðnum frá viðskiptamönnunum. Allar upplýsingar varðandi afgreiðslur eru skráðar í handtölvur í dreifingarbílum félagsins og eru þær sendar rafrænt til viðkomandi móðurfélags. Starfsemi dreifingarsviðsins er sýnd hér að neðan á myndrænan hátt.
Félagið rekur einnig bifreiða- járnsmíða- dælu- og rafmagnsverkstæði . Verkstæðin sjá um viðhald og uppbyggingu á eignum félagsins auk þess að sjá um viðhald og uppbyggingu á tæknibúnaði þjónustustöðva móðurfélaganna. Starfsmenn Olíudreifingar komu í upphafi nánast allir frá öðru hvoru móðurfélaginu eða umboðsmönnum þeirra. Vegna lítillar starfsmannaveltu er enn stærstur hluti starfsmanna upprunninn úr þessum félögum. Félagið hefur annast viðhaldsverkefni fyrir ýmsa aðila. Starfsmenn félagsins eru 130 talsins á 34 starfsstöðum víðsvegar um landið. Verktakar annast auk þess dreifingu á 10 stöðum. Félagið á og rekur meðal annars um:
60 tankbíla, vörubíla og dráttarbíla auk um 50 smærri bíla.
37 birgðastöðvar með samtals 210 milljón lítra geymarými.
500 tonna afgreiðslubát
Félagið á auk þessa umboðsverslunina G. Hannesson að fullu.
Starfsmenn
Hörður Gunnarsson
Framkvæmdastjóri