GÞ Skartgripir og úr ehf
GÞ skartgripir og úr á sér langa sögu eða allt til ársins 1925 þegar Guðmundur Þorsteinsson þá 27 ára að aldri ákvað að stofna verslun hér í kaupstaðnum að Bankastræti 12 og hefur hún verið starfrækt þar síðan og er trúlega elsta verslun sem starfrækt hefur verið í sama húsi frá upphafi hér á landi.
Árið 1978 býðst Ólafi G. Jósefssyni að kaupa verslunina af stofnendum hennar Þeim Guðmundi Þorsteinssyni og Ólafíu G. E. Jónsdóttur sem höfðu rekið verslunina af alúð allt frá stofnun hennar 1925.
Ólafur G. Jósefsson gullsmiður kaupir verslunina ásamt viðskiptafélaga sýnum Axel Eiríkssyni úrsmið en þeir höfðu rekið saman verslunina Sigurverka og skartgripasalan. Síðar kaupir Ólafur, Axel út úr fyrir tækinu og hefur rekið það síðan ásamt konu sinni og börnum.
GÞ skartgripir og úr er alhliða úra og skartgripaverslun þar sem við kappkostum við að allir finni eitthvað við sitt hæfi og bjóðum þess vegna upp á mjög fjölbreytt vöruúrval. Við viljum að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og reynum eftir bestu getu að sýna góða þjónustu og þjónustulund.
Við starfrækjum gullsmiðaverkstæði þar sem við gerum við alla gull og silfurskartgripi, breytum, stækkum og minnkum hringa, gyllum og hreinsum víravirki. Sérsmíði og nýsmíði
ATH ávalt fagmaður á staðnum!
Starfsmenn
Ólafur G. Jósefsson
Framkvæmdastjóri