Skóvinnustofa Sigurbjörns

Á Skóvinnustofu Sigurbjörns önnumst við allar almennar skóviðgerðir. Einnig sjáum við um viðgerðir á töskum, beltum og ýmsu fleira. Einnig smíðum við flestar tegundir húslykla. Við erum með móttöku á fatnaði í þvott og hreinsum. Um þá þjónustu sér Efnalaugin Hreinn sem staðsett er í Hólagarði. Hjá okkur er líka hægt að panta skilti sem útbúin eru af Stimplagerðinni. Við erum með eitt mesta úrval landsins af skóreimum, skóáburði og ýmsum fylgihlutum fyrir skófatnaðinn.
Starfsmenn
Jónína Sigurbjörnsdóttir
Framkvæmdastjóri